Handbolti

Haukar mæta Sverre og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre er hér í baráttu við Alexander Petersson um síðustu helgi.
Sverre er hér í baráttu við Alexander Petersson um síðustu helgi.

Það verður Íslendingaslagur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins því Íslandsmeistarar Hauka drógust gegn Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt.

Leikirnir fara fram í lok nóvember. Fyrri leikurinn 20. eða 21. nóvember og síðari leikurinn viku síðar að því gefnu að Haukar selji ekki heimaleikjaréttinn.

Það gerist vonandi ekki því gaman væri að fá þýska félagið hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×