Rússneskir auðmenn fela auðæfi sín í Danmörku 18. janúar 2010 09:50 Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danmörk er orðin að himnaríki fyrir miljarðamæringa, félög og aðra einstaklinga frá Rússlandi og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem vilja leyna eignum sínum. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun viðskiptablaðsins Börsen í dag.Fram kemur að á milli 500 og 1.000 félög, sem eru í eigu fyrrum þegna Sovétríkjanna, séu skráð hjá fjölda af dönskum skattaráðgjöfum og stjórnendum félaga. Þetta er mat skattaráðgjafans Ned Shelton sem hefur stofnað skattaráðgjafar- og fyrirtækjastjórnunarfélagið Sheltons. Það hefur skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og á Kýpur.„Ég myndi giska á að í raunveruleikanum séu kannski 500 til 1.000 félög í Danmörku sem eru meðeigendur að rússneskum og úkranískum fyrirtækjum," segir Shelton. „Vandamálið er að maður getur ekki með góðu móti séð hvað þau eiga og að sjálfsögðu ekki hverjir standa á bakvið eignirnar."Skattaráðgjafinn Torben Ellert, sem m.a. aðstoðar rússneska auðmenn við að flytja til eignir sínar, er sammála þessu mati Shelton. Ellert segir að nokkur hundruð rússneskir einstaklingar og félög nýti sér möguleikana á að geyma eignir sínar í Danmörku.Mörg rússnesku félögin velja þá leið að danskt eignarhaldsfélag, sem er aftur í eigu félags í skattaparadís, haldi utan um eignir í fyrirtækjum í Rússlandi, Úkraníu og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.Þessir einstaklingar eiga það sammerkt að hafa hagnast gríðarlega á því þegar Sovétríkin féllu og í hönd fór stærsta einkavæðingin í sögunni. Í framhaldi af því urðu margir þeirra ótrúlega efnaðir á stuttum tíma.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira