Innlent

Hjörleifur fær rúmar sextán milljónir fyrir að hætta hjá Orkuveitunni

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.

Hjörleifur Kvaran fær minnsta kosti sextán milljónir króna í starfslokakjör en samkvæmt útvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld þá verður hann á launum næstu níu mánuðina.

Um er að ræða þrjá mánuði í uppsagnafrest og svo sex mánuðir í biðlaun. Stjórn Orkuveitunnar óskaði ekki eftir því að Hjörleifur ynni uppsagnafrestinn heldur var Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, ráðinn sem forstjóri Orkuveitunnar.

Samkvæmt Tekjublaði Frjálsra verslunar var Hjörleifur með eina milljón og átta hundruð þúsund í mánaðarlaun. Því þarf borgin að greiða honum 16,2 milljónir áður en yfir lýkur.

Það fyrirkomulag er samkvæmt ráðningasamningi sem var gerður við hann árið 2008 þegar hann var ráðinn.

Nýr forstjóri Orkuveitunnar, Dr. Helgi Þór, er með talsvert lægri laun en Hjörleifur, eða 1,2 milljónir á mánuði, sem er sex hundruð þúsund krónum lægra en Hjörleifur hafði í laun.


Tengdar fréttir

Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp

Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld.

Útilokar ekki frekari uppsagnir

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir að




Fleiri fréttir

Sjá meira


×