Gleymda skýrslan Jón Kaldal skrifar 26. janúar 2010 06:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða. Engrar skýrslu hefur verið beðið af viðlíka eftirvæntingu enda viðfangsefnið einhverjir dramatískustu atburðir Íslandssögunnar. Það er skynsamlegt hjá rannsóknarnefndinni að gefa sér þann tíma sem hún telur nauðsynlegan til að ljúka störfum sínum. Mikilvægi vinnu nefndarinnar verður ekki ofmetið. Þegar upp er staðið mun skýrslan örugglega verða mikilvægara uppgjör við fortíðina og fall fjármálalífsins en þeir dómar sem mögulega eiga eftir að falla í dómsölum landsins. Í því samhengi er gott að hafa bak við eyrað reynslu Svía. Í kjölfar sænsku bankakreppunnar fyrir tæpum tuttugu árum voru mörg hundruð einstaklingar rannsakaðir, en aðeins örfáir dæmdir til refsingar. Væntingarnar til skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru sem sagt á þá leið að hún feli í sér einlægt og opinskátt samviskuuppgjör við það sem fór úrskeiðis í þjóðlífinu í mjög víðu samhengi. Það er íhugunarefni af hverju fleiri álíka skýrslur hafa ekki verið settar saman á þrengri sviðum. Til dæmis væri upplýsandi að lesa úttekt Háskóla Íslands, höfuðvígi akademíunnar í landinu, á aðkomu skólans að fjármálalífinu og þátttöku fulltrúa hans í upplýstri umræðu um útrásina. Eins væri mjög áhugavert að sjá á prenti sjálfsskoðun stjórnmálaflokkanna sem voru við völd fram að hruninu. Nú vill reyndar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist einmitt í slíka innri rýni, ólíkt Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Skýrsla endurreisnarnefndar flokksins var lögð fram á Landsfundinum í fyrra, en um 200 flokksmenn tóku þátt í að setja hana saman. Því miður háttaði svo til að þessi gagnmerka skýrsla fékk ekki verðskuldaða athygli. Á meðan beðið er eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hægt að gera margt vitlausara en að rifja upp hvað í henni stendur, því skýrsluhöfundar stóðu við gefin fyrirheit um „heiðarlegt, málefnalegt og djarft framlag til umræðu og stefnumörkunar innan flokksins" eins og kemur fram meðal annars í eftirfarandi punktum. „Stjórnvöld og Seðlabankinn brugðust of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Stærstu mistök Seðlabankans voru að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu (fyrst og fremst Icesave). Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Það er óheppilegt að í bankastjórn SÍ hafa setið fyrrverandi valdamenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn." Í þessum línum skýrslunnar og reyndar mörgum fleiri fólust vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að sýna meira þrek en aðrir flokkar við uppgjör við fortíðina, enda þurfti hann meira á því að halda. Sú reyndist þó ekki raunin þegar til kastanna kom. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða. Engrar skýrslu hefur verið beðið af viðlíka eftirvæntingu enda viðfangsefnið einhverjir dramatískustu atburðir Íslandssögunnar. Það er skynsamlegt hjá rannsóknarnefndinni að gefa sér þann tíma sem hún telur nauðsynlegan til að ljúka störfum sínum. Mikilvægi vinnu nefndarinnar verður ekki ofmetið. Þegar upp er staðið mun skýrslan örugglega verða mikilvægara uppgjör við fortíðina og fall fjármálalífsins en þeir dómar sem mögulega eiga eftir að falla í dómsölum landsins. Í því samhengi er gott að hafa bak við eyrað reynslu Svía. Í kjölfar sænsku bankakreppunnar fyrir tæpum tuttugu árum voru mörg hundruð einstaklingar rannsakaðir, en aðeins örfáir dæmdir til refsingar. Væntingarnar til skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru sem sagt á þá leið að hún feli í sér einlægt og opinskátt samviskuuppgjör við það sem fór úrskeiðis í þjóðlífinu í mjög víðu samhengi. Það er íhugunarefni af hverju fleiri álíka skýrslur hafa ekki verið settar saman á þrengri sviðum. Til dæmis væri upplýsandi að lesa úttekt Háskóla Íslands, höfuðvígi akademíunnar í landinu, á aðkomu skólans að fjármálalífinu og þátttöku fulltrúa hans í upplýstri umræðu um útrásina. Eins væri mjög áhugavert að sjá á prenti sjálfsskoðun stjórnmálaflokkanna sem voru við völd fram að hruninu. Nú vill reyndar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist einmitt í slíka innri rýni, ólíkt Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Skýrsla endurreisnarnefndar flokksins var lögð fram á Landsfundinum í fyrra, en um 200 flokksmenn tóku þátt í að setja hana saman. Því miður háttaði svo til að þessi gagnmerka skýrsla fékk ekki verðskuldaða athygli. Á meðan beðið er eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hægt að gera margt vitlausara en að rifja upp hvað í henni stendur, því skýrsluhöfundar stóðu við gefin fyrirheit um „heiðarlegt, málefnalegt og djarft framlag til umræðu og stefnumörkunar innan flokksins" eins og kemur fram meðal annars í eftirfarandi punktum. „Stjórnvöld og Seðlabankinn brugðust of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Stærstu mistök Seðlabankans voru að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu (fyrst og fremst Icesave). Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Það er óheppilegt að í bankastjórn SÍ hafa setið fyrrverandi valdamenn þjóðarinnar og stjórnmálamenn." Í þessum línum skýrslunnar og reyndar mörgum fleiri fólust vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að sýna meira þrek en aðrir flokkar við uppgjör við fortíðina, enda þurfti hann meira á því að halda. Sú reyndist þó ekki raunin þegar til kastanna kom.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun