Erlent

Ungur drengur lést þegar hann reyndi að bjarga bróður sínum

Frá vettvangi. Slökkviliðsmennirnir reyndu endurlífgun án árangurs.
Frá vettvangi. Slökkviliðsmennirnir reyndu endurlífgun án árangurs.

Hinn átta ára gamli, Tyanthony Duckette, lést í dag þegar hann reyndi að bjarga sautján mánaða gömlum bróðir sínum úr brennandi húsi í Queens í New York.

Tyanthony var heima ásamt tveimur systkinum sínum af sex á meðan móðir þeirra ók hinum í skólann. Amma þeirra var heima til þess að passa þau.

Eldurinn virðist hafa læst sig snögglega í innanstokksmunum í húsinu sem varð alelda á stuttum tíma samkvæmt vefsíðu New York Post. Amman náði að koma Tyanthony og tíu ára systur hans út úr húsinu.

En þegar Tyanthony áttaði sig á því að sautján mánaða gamli bróðir hans var enn inni hljóp hann aftur inn í húsið með þeim afleiðingum að báðir létu lífið.

Slökkviliðið kom stuttu síðar á vettvang og náði börnunum út og reyndi að endurlífga þau án árangurs.

Móðir drengjanna kom heim og sá þá húsið alelda en slökkviliðsmennirnir þurftu að halda henni svo hún færi ekki sjálf inn í brennandi húsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×