Innlent

Runólfur verður verkefnastjóri álversins í Helguvík

Runólfur Ágústsson.
Runólfur Ágústsson.

Runólfur Ágústsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum samkvæmt fréttavef vf.is.

Þar segir að Runólfi hafi verið falið það verkefni að vinna að framgangi álvers í Helguvík með því að fá aðila málsins að borðinu og leysa úr þeim vanda sem verkefnið hefur ratað í.

Hugmyndin um að fá Runólf að verkefninu vaknaði í kjölfar fundar iðnaðarráðherra á dögunum um álverið í Helguvík. Hann sátu forsvarsmenn Norðuráls, orkufyrirtækja, Orkustofnunar, sveitarfélaga á Suðurnesjum og forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins auk Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, sagði Runólf vera ráðinn til verkefnisins í þrjá mánuði. Hann sé fenginn til verksins, þar sem henn þekki bæði vel til mála á Suðurnesjum og eins innan ráðuneyta sem koma að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×