Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða 7. janúar 2010 14:21 Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira