Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu 11. október 2010 10:43 Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf