Gífurlegar verðhækkanir hafa orðið á hveiti síðasta mánuðinn, þær mestu á síðustu 30 árum.
Það er einkum fyrirsjáanlegur uppskerubrestur í Rússlandi sem veldur þessum hækkunum en miklir þurrkar hafa eyðilagt stórann hluta af uppskerunni sem og skógareldar þeir sem geysað hafa í landinu undanfarna daga.
Samkvæmt frétt um málið í Financial Times hækkaði verð á hveiti á Evrópumarkaði um 8% í gærdag og hefur verðið því hækkað um 50% síðan í júní.
Matvælafyrirtæki segja óhjákvæmilegt að þessar miklu verðhækkanir komi við kaunin hjá neytendum í hækkuðu matvælaverði á næstu mánuðum.