Sport

Apostol endurráðinn hjá Blaksambandinu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Apostol Apostolov hefur verið endurráðinn sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í blaki.
Apostol Apostolov hefur verið endurráðinn sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Mynd/bli.is

Apostol Apostolov hefur verið endurráðinn sem landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í blaki en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2008. Samningur hans við Blaksambandið gildir fram á mitt næsta ár.

Í janúar á næsta ári tekur landsliðið þátt á boðsmóti í Lúxemborg en Ísland tók þátt á slíku móti árið 2007. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Liechtenstein um mánaðarmótin maí - júní á næsta ári og þar verður Ísland með lið í kvenna - og karlaflokki.

Apostol mun tilkynna æfingahóp fyrir þessi verkefni á næstunni, en æfingabúðir landsliðsins verða í lok desember og byrjun janúar. Mótið í Lúxemborg hefst þann 7. janúar og stendur yfir í þrjá daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×