Bloomberg: Actavis og Teva slást um Ratiopharm 17. febrúar 2010 08:32 Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira