Kettir og menn Davíð Þór Jónsson skrifar 26. júní 2010 06:00 Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann. Ég trúi ekki öðru en að sú slökun og æðruleysi, sem einkennir sæmilega haldinn heimiliskött, smiti út frá sér. Að geta síðan ekki annað en hljóðvætt vellíðan sína með ósjálfráðu, áreynslulausu mali hlýtur að vera toppurinn á tilverunni. En vitaskuld er það eitt að vera köttur engin trygging fyrir sælu. Með reglulegu millibili heyrast hryllingssögur frá ýmsum velunnurum þessara göfugu skepna af illri meðferð manna á þeim. Kettlingar eru teknir frá mæðrum sínir og látnir út á guð og gaddinn til þess eins að deyja úr hungri og vosbúð. Fólk, sem verður leitt á kettinum eða getur ekki hýst hann lengur, skilur hann jafnvel eftir einhvers staðar úti í buskanum til að bjarga sér sjálfur. Þegar ferðast er um erlendar stórborgir kemur maður líka stundum auga á ketti sem virðast hreint ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu, grindhoruð, vannærð og misbækluð grey sem greinilega hafa fengið fá tilefni til að mala um dagana. Þannig að ef ég væri köttur vildi ég vera elskaður heimilisköttur. En ef ég fengi í raun að velja hvaða dýr ég væri myndi ég að sjálfsögðu vilja vera maður. Við megum nefnilega ekki gleyma því að við sjálf erum dýr, náskyld simpönsum. Það eru ekki nema 500.000 kynslóðir síðan sameiginlegur forfaðir okkar var uppi. Maðurinn er auðvitað kóróna sköpunarverksins. Reikistjarnan öll liggur fyrir fótum okkar. Við njótum fagurra lista, menntunar og menningar. Við höfum þekkingu, húmor og jafnvel trú. Við getum auðsýnt óeigingjarnan kærleika og samúð. Við getum skynjað smæð okkar og stöðu í alheiminum og fyllst auðmýkt og lotningu. Auðvitað vil ég í alvöru ekki skipta á þessu og hæfileikanum til að mala. En reyndar er það eitt að vera maður ekki heldur nein trygging fyrir sælu. Sár fátækt og neyð eru landlægar allt of víða. Víðtæk og skipulögð mannréttindabrot hafa viðgengist of víða of lengi. Að vera maður leggur því, að mínu mati, á mann þá skyldu að lifa og framkvæma það sem gerir það einhvers virði að vera maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun
Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann. Ég trúi ekki öðru en að sú slökun og æðruleysi, sem einkennir sæmilega haldinn heimiliskött, smiti út frá sér. Að geta síðan ekki annað en hljóðvætt vellíðan sína með ósjálfráðu, áreynslulausu mali hlýtur að vera toppurinn á tilverunni. En vitaskuld er það eitt að vera köttur engin trygging fyrir sælu. Með reglulegu millibili heyrast hryllingssögur frá ýmsum velunnurum þessara göfugu skepna af illri meðferð manna á þeim. Kettlingar eru teknir frá mæðrum sínir og látnir út á guð og gaddinn til þess eins að deyja úr hungri og vosbúð. Fólk, sem verður leitt á kettinum eða getur ekki hýst hann lengur, skilur hann jafnvel eftir einhvers staðar úti í buskanum til að bjarga sér sjálfur. Þegar ferðast er um erlendar stórborgir kemur maður líka stundum auga á ketti sem virðast hreint ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu, grindhoruð, vannærð og misbækluð grey sem greinilega hafa fengið fá tilefni til að mala um dagana. Þannig að ef ég væri köttur vildi ég vera elskaður heimilisköttur. En ef ég fengi í raun að velja hvaða dýr ég væri myndi ég að sjálfsögðu vilja vera maður. Við megum nefnilega ekki gleyma því að við sjálf erum dýr, náskyld simpönsum. Það eru ekki nema 500.000 kynslóðir síðan sameiginlegur forfaðir okkar var uppi. Maðurinn er auðvitað kóróna sköpunarverksins. Reikistjarnan öll liggur fyrir fótum okkar. Við njótum fagurra lista, menntunar og menningar. Við höfum þekkingu, húmor og jafnvel trú. Við getum auðsýnt óeigingjarnan kærleika og samúð. Við getum skynjað smæð okkar og stöðu í alheiminum og fyllst auðmýkt og lotningu. Auðvitað vil ég í alvöru ekki skipta á þessu og hæfileikanum til að mala. En reyndar er það eitt að vera maður ekki heldur nein trygging fyrir sælu. Sár fátækt og neyð eru landlægar allt of víða. Víðtæk og skipulögð mannréttindabrot hafa viðgengist of víða of lengi. Að vera maður leggur því, að mínu mati, á mann þá skyldu að lifa og framkvæma það sem gerir það einhvers virði að vera maður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun