Sögð hættuleg evrunni 26. júní 2010 08:00 Paul Krugman Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingurinn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efnahagsmálum sé evrunni og Evrópusambandinu hættuleg. „Stefna Þýskalands er hættuleg fyrir Evrópu,“ segir Soros í viðtali við þýska vikublaðið Die Zeit, og á þar við þá miklu áherslu sem þýska stjórnin hefur lagt á strangar sparnaðaraðgerðir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Krugman tekur undir þetta í viðtali við sama blað: „Á venjulegum tímum hefur stöðugleikasiðferði vissa kosti, en við lifum ekkert á venjulegum tímum,“ og segir að sem stendur verði ríki Evrópusambandsins að sætta sig við mikinn fjárlagahalla meðan verið er að yfirstíga verstu vandræði kreppunnar. „Seðlabanki Evrópu þyrfti að vera miklu sveigjanlegri og áræðnari. Þessi íhaldssama peningamálastjórn er aðallega viðkvæmni Þjóðverja að kenna.“ Báðir segja þeir Soros og Krugman sparnaðaráherslurnar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. „Hrun evrunnar er ekki hægt að útiloka,“ segir Soros, sem hefur lengi verið stórtækur í vogunarviðskiptum og meðal annars gert heilu ríkjunum slæmar skráveifur með athafnasemi sinni á fjármálasviðinu.- gb Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingurinn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efnahagsmálum sé evrunni og Evrópusambandinu hættuleg. „Stefna Þýskalands er hættuleg fyrir Evrópu,“ segir Soros í viðtali við þýska vikublaðið Die Zeit, og á þar við þá miklu áherslu sem þýska stjórnin hefur lagt á strangar sparnaðaraðgerðir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Krugman tekur undir þetta í viðtali við sama blað: „Á venjulegum tímum hefur stöðugleikasiðferði vissa kosti, en við lifum ekkert á venjulegum tímum,“ og segir að sem stendur verði ríki Evrópusambandsins að sætta sig við mikinn fjárlagahalla meðan verið er að yfirstíga verstu vandræði kreppunnar. „Seðlabanki Evrópu þyrfti að vera miklu sveigjanlegri og áræðnari. Þessi íhaldssama peningamálastjórn er aðallega viðkvæmni Þjóðverja að kenna.“ Báðir segja þeir Soros og Krugman sparnaðaráherslurnar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. „Hrun evrunnar er ekki hægt að útiloka,“ segir Soros, sem hefur lengi verið stórtækur í vogunarviðskiptum og meðal annars gert heilu ríkjunum slæmar skráveifur með athafnasemi sinni á fjármálasviðinu.- gb
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent