Handbolti

Hannes Jón með níu mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover-Burgdorf.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover-Burgdorf. Mynd/Valli

Hannes Jón Jónsson fór á kostum með Hannover-Burgdorf er liðið tapaði fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 39-28.

Hannes Jón skoraði níu mörk fyrir Hannover-Burgdorf en þjálfari liðsins er Aron Kristjánsson. Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir liðið og Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt.

Markahæsti leikmaður Hamburg í leiknum var íslenski Daninn, Hans Lindberg, með sjö mörk.

Hamburg er á toppi deildarinnar með átta stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en flest önnur lið í deildinni.

Hannover-Burgdorf er um miðja deild með tvö stig eftir fjóra leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×