Innlent

Jón Ásgeir yfirheyrður

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Mynd/Arnþór Birkisson

Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í vikunni vegna rannsóknar embættisins á málefnum Glitnis. Hann mætti án Gests Jónssonar, lögmanns síns, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón vildi ekki tjá sig um málið við blaðið í gær.

Reglulegar skýrslutökur hafa verið vegna málanna fimm sem til rannsóknar eru. Þannig staðfesta bæði Katrín Pétursdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, og Óskar Magnússon, fyrrverandi forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, að hafa gefið vitnaskýrslur í vikunni. Þar hafi þau verið spurð um viðskipti með hluti í Tryggingamiðstöðinni.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×