Körfubolti

Marvin braut 30 stiga múrinn þrettán sinnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Valdimarsson er búinn að vera frábær með Hamar í vetur.
Marvin Valdimarsson er búinn að vera frábær með Hamar í vetur. Mynd/Vilhelm

Marvin Valdimarsson á stóran þátt í því að Hamar er komið aftur upp í Iceland Express deild karla en liðið vann 15 af 18 leikjum sínum í vetur og tryggði sér endanlega sætið með sigri á nágrönnum sínum úr Þór í Þorlákshöfn.

Marvin Valdimarsson hefur skorað 32,3 stig að meðaltali í 1. deildinni í vetur í 16 leikjum en það vantar reyndar tölfræði úr tveimur útileikjum Hamars á móti Fjölni og Ármanni.

Marvin var með 40 stig í lokaleiknum á móti Þór og braut þar með 30 stiga múrinn í þrettánda sinn í deildinni í vetur. Þetta var í þriðja sinn sem náði að skora 40 stig í einum leik en mest skoraði hann 46 stig í heimasigri á KFÍ.

Marvin var sérstaklega öflugur á heimavelli í Hveragerði þar sem að hann skoraði 36,7 stig að meðaltali í leik og hann skoraði þar yfir 30 stig í öllum níu leikjunum.

Marvin hitti úr 55,6 prósent skota sinna í leikjunum í Hveragerði þar af setti hann niður 4,3 þrista í leik og hitti úr 51,3 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.