Uwe Schwenker, framkvæmdastjóri þýska handboltaliðsins Kiel, sagði starfi sínu lausu í dag.
Schwenker sætir lögreglurannsóknar í tengslum við spillingarhneykslið í þýska handboltanum, en hann hefur verið sakaður um að greiða dómurum himinháar upphæðir í mútugreiðslur.
Kiel er sakaðu um að hafa borgað pólsku dómurunum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2007 samtals 96 þúsund evrur og alls mútað dómurum í tíu mismunandi tilfellum. Málið er enn í rannsókn.
Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel í dag, en fyrrum þjálfari liðsins Noka Serdarusic var sakaður um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu.