Mátað um miðja nótt 7. janúar 2009 00:01 Mikil blessun er það að nú skuli manni gefast kostur á að skella sér í iðngarðana gömlu í Skeifunni, leita uppi hús þeirra Valfellsmanna þar sem Hagkaup er enn til húsa og máta þar buxur um fjögurleytið eftir miðnætti. Ekkert er nauðsynlegra okkur neytendum en að eiga greiðan aðgang að fjölbreytilegu vöruúrvali þegar maður er rændur svefni af áhyggjum af yfirdrætti og myntkörfuláninu. Þá má svala sér með því að dræfa í Hagkaup Skeifunni, skoða nærföt, láta konuna máta nýtt buxnasett, kíkja í salatbarinn og falla í freistingu fyrir innfluttum ostum. Konan byltir sér og festir ekki blundinn, sprettur svo upp í hugljómun: Nú veit ég förum í Hagkaup! Kallinn er rifinn upp, skellt í föt og undir stýri og saman skjótast þau aðalbrautir inn í Skeifu, ranka svo við sér í hvítri flúorbirtunni: Æ, hvað vantaði mig aftur? Opið allan sólarhringinn þýðir jú að það er loksins friður í búðunum. Einstaka öryggisvörður sést á stangli og ef kúnnanum verður svo brátt í brók að hann þurfi aðstoð truflar það engan þótt kallað sé hátt endanna á milli í húsinu: Hei, áttu nokkuð þessar í stærð 36! Feiminn og fámáll piltur frá Öryggismiðstöð leitar að réttum stærðum í nærfatarekkanum fyrir tvær áhugasamar konur á fimmtugsaldri sem vantaði kompaní upp úr klukkan tvö á þriðja glasi. Geturðu hjálpað mér að hneppa? Svefnvana vagnstjóri reikar um eins og Palli einn í heiminum og undir suðar þægileg lyftutónlist með kerruna sína: hvaða þvottaduft átti ég aftur að kaupa? Hvar er saltfiskurinn? Skyldi fást tólg hérna? Æ, hugsar nú vandfýsinn lesandi, ætlar nú þetta Baugsþý að fara að vekja athygli á því að gamla Hagkaupsbúðin í Skeifunni er opin 24/7. Ekki er að spyrja að þessu þýi þeirra Jóns og Ingibjargar. Eigendaþægðin er slík að jafnvel hlaupa þeir ótilkvaddir til að reka erindi þeirra í auglýsingamennskunni. Sá er að koma sér í mjúkinn. Hvort þeirra heldurðu að hafi hringt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Mikil blessun er það að nú skuli manni gefast kostur á að skella sér í iðngarðana gömlu í Skeifunni, leita uppi hús þeirra Valfellsmanna þar sem Hagkaup er enn til húsa og máta þar buxur um fjögurleytið eftir miðnætti. Ekkert er nauðsynlegra okkur neytendum en að eiga greiðan aðgang að fjölbreytilegu vöruúrvali þegar maður er rændur svefni af áhyggjum af yfirdrætti og myntkörfuláninu. Þá má svala sér með því að dræfa í Hagkaup Skeifunni, skoða nærföt, láta konuna máta nýtt buxnasett, kíkja í salatbarinn og falla í freistingu fyrir innfluttum ostum. Konan byltir sér og festir ekki blundinn, sprettur svo upp í hugljómun: Nú veit ég förum í Hagkaup! Kallinn er rifinn upp, skellt í föt og undir stýri og saman skjótast þau aðalbrautir inn í Skeifu, ranka svo við sér í hvítri flúorbirtunni: Æ, hvað vantaði mig aftur? Opið allan sólarhringinn þýðir jú að það er loksins friður í búðunum. Einstaka öryggisvörður sést á stangli og ef kúnnanum verður svo brátt í brók að hann þurfi aðstoð truflar það engan þótt kallað sé hátt endanna á milli í húsinu: Hei, áttu nokkuð þessar í stærð 36! Feiminn og fámáll piltur frá Öryggismiðstöð leitar að réttum stærðum í nærfatarekkanum fyrir tvær áhugasamar konur á fimmtugsaldri sem vantaði kompaní upp úr klukkan tvö á þriðja glasi. Geturðu hjálpað mér að hneppa? Svefnvana vagnstjóri reikar um eins og Palli einn í heiminum og undir suðar þægileg lyftutónlist með kerruna sína: hvaða þvottaduft átti ég aftur að kaupa? Hvar er saltfiskurinn? Skyldi fást tólg hérna? Æ, hugsar nú vandfýsinn lesandi, ætlar nú þetta Baugsþý að fara að vekja athygli á því að gamla Hagkaupsbúðin í Skeifunni er opin 24/7. Ekki er að spyrja að þessu þýi þeirra Jóns og Ingibjargar. Eigendaþægðin er slík að jafnvel hlaupa þeir ótilkvaddir til að reka erindi þeirra í auglýsingamennskunni. Sá er að koma sér í mjúkinn. Hvort þeirra heldurðu að hafi hringt?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun