Innlent

Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi

Guðjón Helgason skrifar

Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum.

Fullyrt er að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins hafi vitað af styrkjunum í árslok 2006, en hann fer undan í flæmingi þegar það er borið undir hann.

Kjartan Gunnarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í október 2006 en starfaði við hlið núverandi framkvæmdastjóra til 4. janúar 2007 og var til þess tíma prógúruhafi á reikningi flokksins.

Eftir að Stöð 2 upplýsti um styrkina og forysta flokksins hefur gengist við þeim, hefur enginn í forystu flokksins né í starfsliði hans viljað gangast við að hafa beðið þessi fyrirtæki um styrkina sem voru veittir skömmu fyrir áramótin 2006 til 2007.

Ýmsar heimildir fréttastofunnar herma að Kjartan hafi vitað af styrkjunum fyrir áramótin en hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög sem bönnuðu stjórnmálaflokkum að taka við svo háum styrkjum.

Kjartan svarar því ekki beint þegar hann er spurður hvort hann hafi vitað af styrkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×