Handbolti

Torsten Laen fer til Füchse Berlin

Torsten Laen í leik með Ciudad á móti GOG í Evrópukeppninni í fyrra
Torsten Laen í leik með Ciudad á móti GOG í Evrópukeppninni í fyrra AFP
Ólafur Stefánsson er ekki eini Norðurlandabúinn hjá spænsku meisturunum í Ciudad Real sem er á leið burtu frá félaginu í vor.

Danski línumaðurinn Torsten Laen ætlar að ganga til liðs við þýska liðið Füchse Berlin og spila undir stjórn Dags Sigurðssonar á næsta tímabili.

Laen mun þá treysta á góðar línusendingar frá Rúnari Kárasyni sem er einnig á leið út til þýska liðsins eftir þetta tímabil.

Laen segir það metnað sinn að fá að vera byrjunarliðsmaður í sterku liði ráða því að hann gangi til liðs við Füchse Berlin.

"Ég fékk tilboð frá öðrum þýskum og spænskum liðum en þar hefði ég verið annar kostur. Nú verð ég hinsvegar aðallínumaður í einni bestu handboltadeild í heimi," sagði Laen við vefmiðil Politiken en hann er búinn að gera tveggja ára samning við þýska liðið.

Ólafur Stefánsson er eins og kunnugt á leiðinni til þýska liðsins Rhein-Neckar-Löwen þar sem hann mun spila með Guðjóni Val Sigurðssyni næstu tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×