Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir 1. desember 2009 14:31 Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins. Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins.
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira