Innlent

Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti um helgina. Mynd/ Teitur.
Tómas Ingi Olrich lét af sendiherraembætti um helgina. Mynd/ Teitur.

Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét af embætti sendiherra í Frakklandi um helgina. Við starfi hans tók Þórir Ibsen. Þá tók Guðmundur Eiríksson við embætti sendiherra í Nýju Delhi um helgina af Finnbogi Rúti Arnarsyni.

Töluverðar breytingar standa yfir í utanríkisþjónustunni um þessar mundir. Kristín Árnadóttir hefur verið skipuð sendiherra í Kína og mun taka við því embætti um áramótin. Þá verður Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra í Berlín. Ólafur Davíðsson, sem gegnt hefur starfi sendiherra í Berlín síðustu ár, lætur af störfum.

Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins kemur jafnframt fram að Benedikt Jónsson hefur tekið við starfi sendiherra í London. Sverrir Haukur Gunnlaugsson verður sérstakur ráðgjafi við sendiráð Íslands í Brussel til áramóta og hefur þá störf sem stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Tekur Sverrir Haukur við því starfi af Kristjáni Andra Stefánssyni, sem kemur heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Einnig mun Sturla Sigurjónsson taka við starfi sendiherra í Kaupmannahöfn um áramót. Svavar Gestsson lætur af störfum frá sama tíma.

Þá hefur Elín Flygenring tekið við starfi sendiherra í Helsinki af Hannesi Heimissyni, sem hefur flust til starfa í utanríkisráðuneytinu. Stefán Skjaldarson hefur einnig tekið við starfi sendiherra í Vín af Sveini Björnssyni, sem lætur af störfum.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.