Sjálfsagðir hlutir í lög leiddir af illri nauðsyn Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 00:01 Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð. Bankastjórar Seðlabankans, væntanlega fráfarandi, gagnrýndu í gær harðlega frumvarpið eins og það var fyrst sett fram. Margt er í þeirri gagnrýni sem má til sanns vegar færa, án þess þó að sú gagnrýni fái skyggt á nauðsyn þess fyrir trúverðugleika stjórnar peningamála í landinu að breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Eitt af því sem tekist hefur verið á um í umræðu um nýju lögin eru ákvæði í þeim þar sem menntun seðlabankastjóra er skilgreind. Hárrétt athugað er að skilgreining sú að seðlabankastjóri þurfi að hafa meistarapróf í hagfræði er allt of þröng. Og raunar er það svo að í öðrum löndum hefur ekki viðgengist að skilgreina menntun seðlabankastjóra í lögum um seðlabankan. Um leið er rétt að hafa í huga (eins og sést á bakgrunni flestra seðlabankastjóra) hvernig stjórnvöld annarra landa velja í þetta embætti. Erlendis tíðkast einfaldlega ekki að ráða menn sem ekki hafa bakgrunn í því fagi sem seðlabankastjórn snýst um. Þegar auglýst var eftir nýjum seðlabankastjóra í Kanada árið 2007 (í tímaritinu Economist) var tekið fram hver verkefni bankans væru og að nýr bankastjóri yrði meðal annars að hafa sérfræðigrunn og orðspor sem hagfræðingur,með menntun og reynslu á sviði seðlabanka og væri leiðandi á því sviði. Ekkert stendur þó um þessar kröfur í lögum um Seðlabanka Kanada. Hér hafa stjórnvöld hins vegar ekki borið gæfu til að hafa alltaf að leiðarljósi fagleg sjónarmið við skipan í æðstu embætti, líkt og ráða hefur mátt af skipan seðlabankastjóra, dómara, sendiherra og mögulega forstjóra ríkisfyrirtækja síðustu ár, án þess að tínd séu til einstök dæmi. Og ef staðan er þannig að stjórnmálamönnum landsins sé ekki treystandi til að láta þjóðarhag ráða í embættisveitingum, í stað þess að á þær sé litið sem pólitíska bitlinga þá er næstbesti kosturinn að binda hendur þeirra sem frekast er unnt með lögum. Það kann að vera lakur kostur að negla niður kröfur um menntun seðlabankastjóra í lög um bankann og vandasamt að sníða þau ákvæði þannig til að útiloki ekki hæfa einstaklinga til starfans. En ef það er eina leiðin sem er fær til þess að fagleg sjónarmið fái orðið ofan á í valinu, þá er það illskárri leið en að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð. Bankastjórar Seðlabankans, væntanlega fráfarandi, gagnrýndu í gær harðlega frumvarpið eins og það var fyrst sett fram. Margt er í þeirri gagnrýni sem má til sanns vegar færa, án þess þó að sú gagnrýni fái skyggt á nauðsyn þess fyrir trúverðugleika stjórnar peningamála í landinu að breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Eitt af því sem tekist hefur verið á um í umræðu um nýju lögin eru ákvæði í þeim þar sem menntun seðlabankastjóra er skilgreind. Hárrétt athugað er að skilgreining sú að seðlabankastjóri þurfi að hafa meistarapróf í hagfræði er allt of þröng. Og raunar er það svo að í öðrum löndum hefur ekki viðgengist að skilgreina menntun seðlabankastjóra í lögum um seðlabankan. Um leið er rétt að hafa í huga (eins og sést á bakgrunni flestra seðlabankastjóra) hvernig stjórnvöld annarra landa velja í þetta embætti. Erlendis tíðkast einfaldlega ekki að ráða menn sem ekki hafa bakgrunn í því fagi sem seðlabankastjórn snýst um. Þegar auglýst var eftir nýjum seðlabankastjóra í Kanada árið 2007 (í tímaritinu Economist) var tekið fram hver verkefni bankans væru og að nýr bankastjóri yrði meðal annars að hafa sérfræðigrunn og orðspor sem hagfræðingur,með menntun og reynslu á sviði seðlabanka og væri leiðandi á því sviði. Ekkert stendur þó um þessar kröfur í lögum um Seðlabanka Kanada. Hér hafa stjórnvöld hins vegar ekki borið gæfu til að hafa alltaf að leiðarljósi fagleg sjónarmið við skipan í æðstu embætti, líkt og ráða hefur mátt af skipan seðlabankastjóra, dómara, sendiherra og mögulega forstjóra ríkisfyrirtækja síðustu ár, án þess að tínd séu til einstök dæmi. Og ef staðan er þannig að stjórnmálamönnum landsins sé ekki treystandi til að láta þjóðarhag ráða í embættisveitingum, í stað þess að á þær sé litið sem pólitíska bitlinga þá er næstbesti kosturinn að binda hendur þeirra sem frekast er unnt með lögum. Það kann að vera lakur kostur að negla niður kröfur um menntun seðlabankastjóra í lög um bankann og vandasamt að sníða þau ákvæði þannig til að útiloki ekki hæfa einstaklinga til starfans. En ef það er eina leiðin sem er fær til þess að fagleg sjónarmið fái orðið ofan á í valinu, þá er það illskárri leið en að gera það ekki.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun