Innlent

Íslenskir lögfræðingar stefna ríkinu vegna Icesave

Sigríður Mogensen skrifa

Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra Icesave samninga sem nú liggja fyrir. Hópurinn telur framkvæmdavaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnarskráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá. Enn er unnið að athugun á málinu og er stefna ekki tilbúin.

Dómsmálið lítur öðrum þræði að því að skuldbindingarnar sem ríkið sé að binda þjóðina í séu fordæmislausar. Icesave lánasamningurinn sé ótímabundinn og feli í sér 100 milljónir á dag í vexti, 3 milljarða á mánuði. Heildarupphæðin sé um helmingur af landsframleiðslu Íslands eins og Seðlabankinn meti hana fyrir árið 2009.

Hópurinn vill láta á það reyna hvort framkvæmdavaldinu sé heimilt að binda íslenska þjóð í slíkar skuldbindingar eða hvort einhver takmörk séu á þessari heimild. Stjórnarskráin feli vissulega í sér heimild fyrir framkvæmdavaldið til að binda ríkið fjárhagslega í milliríkjasamningum.

Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, er í hópi lögfræðinganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að skoðun hópsins sé sú að stjórnvöld hafi í annað sinn farið út fyrir samningsumboð sitt í Icesave málinu þegar þau undirrituðu nýja viðaukasamninga í vikunni sem leið. Framkvæmdavaldið hafi í fyrra sinn farið út fyrir samningsumboð sitt þegar skrifað var undir upprunalegu Icesave samningana 5. júní á þessu ári. Með þeim samningum hafi verið farið út fyrir þann ramma sem settur var með þingsályktunartillögu þann 5. desember 2008, sem gekk út á semja um Icesave út frá svokölluðum Brussel viðmiðum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.