Handbolti

Stjarnan aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alina Petrache skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í dag.
Alina Petrache skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í dag.

Stjarnan endurheimti toppsæti N1-deildar kvenna með sigri á Fylki í dag, 33-25.

Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum en staðan í hálfleik var 15-6. Alina Petrache skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna og Kristín Clausen sex.

Hjá Fylki var Sunna Jónsdóttir markahæst með átta mörk en þær Rebekka Rut Skúladóttir, Hanna Rut Sigurjónsdóttir og Nataly S. Valencio skoruðu fjögur hver.

Stjarnan er þar með komið mðe 28 stig eftir fimmtán leiki og er með einu stigi meira en Haukar.

Fylkir er enn í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×