Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / AFP
Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Grosswallstadt unnu bæði sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Uwe Geinsheimer átti stórleik í liði Rhein-Neckar Löwen og skoraði níu mörk í 26-25 sigri á Magdeburg, þar af sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir liðið, þar af tvö úr vítum.

Þá skoraði Einar Hólmgeirsson sex mörk fyrir Growsswallstadt sem vann Wetzlar á útivelli, 34-32.

Rhein-Neckar Löwen er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig en Grosswallstadt í því ellefta með fjórtán.

Annars fóru fjölmargir leikir fram í Þýskalandi í dag. Umfjöllun um leiki annarra Íslendinga má sjá í greininni hér að neðan.

Úrslit dagsins:

Flensburg - Kiel 29-37

Gummersbach - Lemgo 31-29

Minden - Göppingen 29-26

Essen - Dormagen 27-28

Melsungen - Füchse Berlin 37-39

Rhein-Neckar Löwen - Magdeburg 26-25

Wetzlar - Grosswallstadt 32-34

Stralsunder - Hamburg 25-38

Balingen - Nordhorn 30-32


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×