Handbolti

Lemgo segir ákvörðun Arons vonbrigði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson, leikmaður FH.
Aron Pálmarsson, leikmaður FH. Mynd/E. Stefán

Volker Zerbe, framkvæmdarstjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Lemgo, segir í samtali við þýska fjölmiðla að það hafi verið sér mikil vonbrigði að Aron Pálmarsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Kiel.

Lemgo og FH skrifuðu undir samkomulag í sumar sem tryggir fyrrnefnda félaginu forkaupsrétt á Aroni. Lemgo á því rétt á að jafna tilboð Kiel í Aron. Zerbe segir félagið ætli hins vegar ekki að standa í vegi fyrir Aroni.

„Við hefðum gjarnan vilja fá hann til félagsins en ef hann vill ekki koma þýðir lítið að þvinga hann til þess," sagði Zerbe.

Zerbe sagðist ætla að ræða við Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóra Kiel, á næstu dögum um þetta mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×