Handbolti

Rhein Neckar Löwen vann í dramatískum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Valur skoraði fimm mörk.
Guðjón Valur skoraði fimm mörk.

Rhein Neckar Löwen vann Flensburg 30-29 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var hreint ótrúlega spennandi en Flensburg taldi sig hafa jafnað á lokasekúndu leiksins. Það mark var hinsvegar ekki dæmt gilt og mótmæltu heimamenn harðlega en dómnum var ekki haggað.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk í leiknum og átti margar góðar sendingar sem skiluðu mörkum.

Liðin mættust fyrir viku í bikarnum og vann Rhein Neckar Löwen þá einnig eins marks sigur í stórskemmtilegum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×