Handbolti

Róbert skoraði átta fyrir Gummersbach

Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson mynd/pedromyndir

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach þegar liðið lagði Melsungen 36-31 fyrir framan tæplega 3000 áhorfendur í Lanxess Arena í Köln.

Momir Ilic var markahæstur hjá Gummersbach með 9 mörk en Savas Karipidis skoraði 10 mörk fyrir Melsungen.

Lemgo lagði Magdeburg á heimavelli 27-23 þar sem Logi Geirsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo en Vignir Svavarsson komst ekki á blað.

Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Minden í 33-30 sigri liðsins á Stralsunder, en Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað.

Loks vann Nordhorn sigur á Essen 38-31.

Á morgun fara fram tveir hörkuleikir þegar lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel taka á móti Hamburg og Einar Hólmgeirsson og félagar í Grosswallstadt sækja Fuche Berlin heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×