Innlent

Þyrla og Fokker-vél bætast í leitarhóp

Björgunarþyrla og Fokker-vél landhelgisgæslunnar hafa bæst í hóp þeirra sem nú leita að bandarískum flugamanni sem fór í sjóinn um 50 mílum vestur af Reykjanesi með tveggja hreyfla Cessna vél sinni fyrir stundu.

Fiskibátar eru á leitarsvæðinu og björgunarbátar og varðskip eru einnig á leiðinni.

Fyrir er þyrla frá gæslunni, flugvél frá danska hernum og einkaflugvél við leit. Danska vélin heldur hins vegar á brott innan skamms enda að verða búin með eldsneyti.

Vélin er af gerðinni Cessna 310 og er skráð í Bandaríkjunum. Hún var á leið frá Narsassuaq á Grænlandi til Reykjavíkur þegar hún missti afl í hreyflum og fór í sjóinn. Einn maður var um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×