Handbolti

Karabatic bestur á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikola Karabatic var kjörinn besti leikmaðurinn á EM í Noregi.
Nikola Karabatic var kjörinn besti leikmaðurinn á EM í Noregi. Nordic Photos / AFP

Íslendingar eiga engan leikmann í liði mótsins á EM í Noregi sem var tilkynnt í dag en Frakkinn Nikola Karabatic var valinn besti leikmaður mótsins.

Króatar og Danir eiga tvo fulltrúa í liðinu hver en Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar og Frakkar einn hver.

Liðið er þannig skipað:

Vinstra horn: Lars Christiansen, Danmörku

Vinstri skytta: Daniel Narcisse, Frakklandi

Leikstjórnandi: Ivano Balic, Króatíu

Hægri skytta: Kim Andersson, Svíþjóð

Hægra horn: Florian Kehrmann, Þýskalandi

Línumaður: Frank Löke, Noregi

Besti varnarmaðurinn: Igor Vori, Króatíu

Besti markvörðurinn: Kasper Hvidt, Danmörku.

Besti maður mótsins (most valuable player): Nikola Karabatic, Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×