Handbolti

Danir eru Evrópumeistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danir fagna Evrópumeistaratitlinum í dag.
Danir fagna Evrópumeistaratitlinum í dag. Nordic Photos / Bongarts

Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa tryggt sér sigur á Króötum í úrslitaleik, 24-20.

Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum og má lesa allt um leikinn hér að neðan auk ítarlegrar tölfræði úr leiknum.

16.38 Danmörk - Króatía 24-20, lokastaða

Danir fagna ógurlega í leikslok enda er sigurinn þeirra eftir að hafa haldið aftur af Króötum nánast allan leikinn. Liðið var aðeins lengi í gang fyrsta stundarfjórðunginn en náði eftir það tökum á leiknum og lét þau aldrei af hendi.

Það var fyrst og fremst varnarleikur danska liðsins og markvarsla Kasper Hvidt sem skóp sigurinn í dag. Ivano Balic skoraði ekki nema fjögur mörk úr ellefu skotum í leiknum og munar um minna þegar hann skorar svo fá mörk.

Lasse Boesen átti gríðarlega góðan leik og skoraði sjö mörk fyrir danska liðið, mörg hver á gríðarlega mikilvægum tímapunkti.

Hvidt kórónaði svo glæsilega frammistöðu er hann varði víti frá Ivan Cupic í stöðunni 23-20, þegar aðeins ein og hálf mínúta var til leiksloka. Um leið tryggði hann Dönum endanlega Evrópumeistaratitilinn.

Tölfræði leiksins:

Danmörk - Króatía 24-20 (13-10)

Gangur leiksins: 0-4, 2-5, 4-5, 6-6, 9-9, 11-9, 12-10, (13-10), 14-10, 17-11, 18-14, 19-16, 22-18, 22-20, 24-20.

Mörk Danmerkur (skot):

Lars Christiansen 7/2 (8/2)

Lasse Boesen 7 (11)

Jesper Jensen 4 (4)

Hans Lindberg 3 (4)

Michael Knudsen 2 (2)

Lars Jörgensen 1 (1)

Bo Spellerberg (1)

Joachim Boldsen (1)

Kasper Nielsen (1)

Varin skot:

Kasper Hvidt 16 (36/2, 44%)

Vítanýting: Skorað úr 2 af 2.

Mörk úr hraðaupphlaupum: 8.

Utan vallar: 10 mínútur.

Mörk Króatíu (skot):

Petar Metlicic 5 (10)

Ivan Cupic 4/1 (5/2)

Ivano Balic 4 (11)

Ljubo Vukic 2 (2)

Tonci Valcic 2 (3)

Blazenko Lackovic 2 (4)

Igor Vori 1 (2)

Varin skot:

Mirko Alilovic 4 (24/2, 17%, 53 mínútur)

Vjenceslav Somic 1 (5, 20%, 7 mínútur)

Vítanýting: Skorað úr 1 af 2.

Mörk úr hraðaupphlaupum: 1.

Utan vallar: 14 mínútur.

Rautt spjald: Lino Cervar, þjálfari Króatíu (53:00)

16.30 Danmörk - Króatía 22-20

Ivano Balic hefur skorað tvö mörk í röð og haldið lífi í leiknum fyrir sína menn. Fimm mínútur til leiksloka.

16.26 Danmörk - Króatía 21-18

Enn og aftur er allt að sjóða upp úr á vellinum eftir umdælda dómgæslu spænska dómaraparsins. Tæpar sjö mínútur eru til leiksloka og Lino Cervar, þjálfari Króata, hefur fengið að líta rauða spjaldið fyrir kröftug mótmæli.

Öðru sinni þurfa því Króatar að taka leikmann af velli og hvíla hann í tvær mínútur vegna þjálfara síns.

16.21 Danmörk - Króatía 20-17

Það er nóg að gerast á vellinum eins og er en Joachim Boldsen var að haltra af velli rétt í þessu, er níu mínútur eru til leiksloka. Þar að auki misstu Króatar mann af velli í 2 mínútur þar sem Cervar fékk brottvísun fyrir mótmæli.

16.15 Danmörk - Króatía 19-16

Króatar hafa staðið vaktina vel í vörninni og hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk er staðan var 18-15. En klaufaleg mistök í sókninni gerði það að verkum að þeir misstu boltann og Danir komust fjórum mörkum yfir.

Króatar halda þó enn í við Danina og minnkuðu muninn í þrjú mörk aftur um hæl.

16.06 Danmörk - Króatía 17-13

Danir komust mest í sex marka forystu eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik, 17-11, en síðan þá hafa Króatar skorað tvö mörk í röð. Ivano Balic hefur verið að reyna af fremsta megni að brjóta dönsku vörnina á bak aftur og hefur gengið betur en í fyrri hálfleik.

15.59 Danmörk - Króatía 16-11

Nú er allt að verða vitlaust í herbúðum Króata. Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata, brjálaðist eftir að lína varð dæmd á leikmann Króatíu sem var í þann mun að skora úr hraðaupphlaupi.

Um tíma virtist sem svo að hann ætlaði að kalla sína menn af velli.

En þetta leystist fljótt og er leikurinn byrjaður á nýjan leik.

15.58 Danmörk - Króatía 16-11

Danir halda áfram á svipuðum nótum í upphafi síðari hálfleiks og danska vörnin gefur Króötum engin færi á sér. Fimm marka munur eftir fimm mínútur í síðari hálfleik.

15.39 Danmörk - Króatía 13-10, hálfleikur

Króatar hafa lent í miklu basli síðasta stundarfjórðunginn í fyrri hálfleik og misstu þau góðu tök sem þeir voru með á Dönunum.

Danir hafa haldið Balic algerlega í skefjum í fyrri hálfleik sem hefur haft gríðarlega mikið að segja. Kasper Hvidt hefur varið sex skot í marki Dana, þar af nokkur frá Balic sjálfum.

Um leið og danska vörnin hrökk í gang fylgdu hraðaupphlaupin enda hafa Danir skorað fimm slík mörk til þessa. Lasse Boesen hefur einnig verið öflugur í fyrri hálfleik en hann hélt sínum mönnum á floti í slæma leikkafla danska liðsins í upphafi leiksins.

Petar Metlicic hefur verið sterkur í skyttustöðunni hjá Króötum sem og Ivan Cupic í hægra horninu. Það vantar hins vegar tilfinnanlega markvörslu hjá króatíska liðinu.

Mörk Dana:

Lasse Boesen 4

Hans Lindberg 3

Lars Christiansen 3

Lars Jörgensen 1

Jesper Jensen 1

Michael Knudsen 1

Varin skot:

Kasper Hvidt 7 (17, 41%, 30 mínútur)

Mörk Króata:

Petar Metlicic 4

Ivan Cupic 3

Ivano Balic 1

Blazenko Lackovic 1

Igor Vori 1

Varin skot:

Mirko Alilovic 2 (11, 18%, 23 mínútur)

Vjenceslav Somic 1 (5, 20%, 7 mínútur)

15.31 Danmörk - Króatía 12-10

Leikurinn var í járnum þar til leikmanni Króatíu var vikið af velli. Danir hafa nýtt yfirtöluna mjög vel og komist tveimur mörkum yfir. Hans Lindberg skoraði tvö í röð úr horninu og svo Lars Christiansen úr hraðaupphlaupi.

15.22 Danmörk - Króatía 6-6

Króatar hafa ekki náð að skora á síðustu fimm mínútum og Kasper Hvidt varið nokkur mjög góð skot. Vörn Dana hefur verið geysilega sterk á þessum leikkafla og Danir hafa fylgt vel eftir í sókninni.

15.14 Danmörk - Króatía 4-5

Danir hafa jafnað sig vel á slæmri byrjun og minnkað muninn í eitt mark. Lasse Boesen hefur verið þeirra sterkasti sóknarmaður og danska vörnin hefur haldið vel aftur af Ivano Balic.

15.09 Danmörk - Króatía 2-4

Fyrsta mark Dana skoraði Lasse Boesen eftir tæplega átta mínútna leik. Það er óskandi fyrir Dani að þetta komi þeim almennilega í gang, enda unnu þeir boltann í næstu sókn Króata og skoruðu sitt annað mark úr hraðaupphlaupi.

15.06 Danmörk - Króatía 0-3

Króatar byrja mun betur í leiknum og Petar Metlicic skoraði fyrstu tvö mörk leiksins strax í upphafi og Króatar komust svo í 3-0 eftir fimm mínútna leik, án þess að Danir næðu að svara.

Leikmannahópar liðanna eru annars þannig skipaðir:

Danmörk:

Markverðir:

1 Kasper Hvidt

12 Peter Henriksen

Aðrir leikmenn:

3 Mikkel Aagaard

4 Lasse Boesen

6 Lars Jörgensen

7 Jesper Jensen

9 Lars Christiansen

13 Bo Spellerberg

14 Michael Knudsen

19 Jesper Noddesbo

22 Kasper Sondergaard

23 Joachim Boldsen

24 Hans Lindberg

26 Kasper Nielsen

Króatía:

Markverðir:

25 Mirko Alilovic

12 Vjenceslav Somic

Aðrir leikmenn:

3 Renato Sulic

4 Ivano Balic

6 Blazenko Lackovic

9 Igor Vori

10 Davor Dominikovic

13 Zlatko Horvat

18 Denis Spoljaric

19 Petar Metlici

22 Josip Valcic

23 Ljubo Vukic

24 Tonci Valcic

27 Ivan Cupic

14.50

Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem úrslitaleik Danmerkur og Króatíu verður lýst í beinni textalýsingu.

Þetta er vitanlega lokaleikur Evrópumótsins í Noregi sem hefur verið hin mesta skemmtun þó svo að við Íslendingar hefðum sjálfsagt óskað strákunum okkar betra gengis en raunin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×