Nýr þjálfari þarf að huga að framtíðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2008 14:45 Patrekur Jóhannesson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Það á ekki endilega að ráða íslenskan eða erlendan þjálfara í stað Alfreðs. Það þarf bara að vera eitthvað vit í ráðningunni," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Alfreð Gíslason tilkynnti eftir síðasta leik Íslands á EM í Noregi að hann myndi ekki halda áfram með liðið. Patrekur hefur fylgt lesendum Vísis í gegnum EM í handbolta og segir nú álit sitt á því hver eigi að taka við íslenska landsliðinu og hvað HSÍ þarf að gera til að huga að framtíð liðsins. Framundan á þessu ári eru undankeppnir fyrir HM 2009 og Ólympíuleikana í Peking í sumar. Ef Ísland kemst til Kína verður um gríðarlega verðugt verkefni að ræða fyrir nýjan landsliðsþjálfara. „Ja, ef maður ætti að fara eftir Ólafi Stefánssyni ætti helst að ræða útlenskan körfuboltaþjálfara, helst úr NBA-deildinni," sagði Patrekur og hló. „En án gríns þá tel ég að það sé til nóg af hæfum íslenskum þjálfurum og er ég sammála þeirri umræðu sem hefur verið um að þeir Dagur (Sigurðsson), Geir (Sveinsson), Aron (Kristjánsson) og Júlíus (Jónasson), gætu allir tekið við starfinu." „Þetta eru allt góðir menn sem ég þekki vel og vil ég alls ekki gera upp á milli þeirra. Þeir hafa allir einnig náð ágætisárangri í sínum þjálfarastörfum." Patrekur segir þó að HSÍ eigi ekki endilega að ráða íslenskan þjálfara. „Það má vel skoða þann möguleika að ráða erlendan þjálfara. En það er ekki nóg að ráða bara erlendan þjálfara til þess eins að ráða erlendan þjálfara. Það verður að vera eitthvað vit í ráðningunni." „Nú þarf að fara í gang ákveðið uppbyggingarstarf hjá HSÍ enda ákveðin endurnýjun í landsliðinu framundan. Sigfús og Ólafur eru til að mynda að ljúka sínum landsliðsferlum og báðir eru þeir lykilmenn í liðinu." „En þetta er mjög erfið spurning og segi ég að það eigi að skoða alla möguleika." Spurður hvort ekki hefði verið auðveldast að Alfreð hefði klárað þetta ár með landsliðinu segir Patrekur vissulega svo vera. „Ég held að allir séu sammála um það. En hann bara gat það ekki og því nær það ekki lengra. En ég er samt ekkert hræddur við þetta ástand. Þegar liðið hans Bogdan hætti héldu menn að engin væri til að taka við og svo líka þegar margir úr EM-liðinu 2002 hættu. En það koma alltaf nýjir menn." „Það þarf samt að vera með skýrar línur í þessum efnum. Það er gott að B-liðið var myndað nú í mánuðinum en það hefði þurft að gera það með meiri fyrirvara. Danir hafa til að mynda gert þetta í nokkur ár enda sést það greinilega á þeim að það skiptir varla máli hvaða leikmaður kemur inn hjá þeim, maður sér engan mun á getu liðsins." „Það er mikilvægt fyrir hvern þann sem tekur við að það verði búin til áætlun fyrir næstu ár, bæði fyrir aðallandsliðið og yngri landsliðin. Það þarf að hugsa lengra en bara til næstu keppni. Ég er viss um að allir þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar myndu taka vel til í þeim málum." „HSÍ þarf líka að gera sér grein fyrri gangi mála og skipuleggja lengra fram í tímann, ekki bara til næsta móts." Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
„Það á ekki endilega að ráða íslenskan eða erlendan þjálfara í stað Alfreðs. Það þarf bara að vera eitthvað vit í ráðningunni," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Alfreð Gíslason tilkynnti eftir síðasta leik Íslands á EM í Noregi að hann myndi ekki halda áfram með liðið. Patrekur hefur fylgt lesendum Vísis í gegnum EM í handbolta og segir nú álit sitt á því hver eigi að taka við íslenska landsliðinu og hvað HSÍ þarf að gera til að huga að framtíð liðsins. Framundan á þessu ári eru undankeppnir fyrir HM 2009 og Ólympíuleikana í Peking í sumar. Ef Ísland kemst til Kína verður um gríðarlega verðugt verkefni að ræða fyrir nýjan landsliðsþjálfara. „Ja, ef maður ætti að fara eftir Ólafi Stefánssyni ætti helst að ræða útlenskan körfuboltaþjálfara, helst úr NBA-deildinni," sagði Patrekur og hló. „En án gríns þá tel ég að það sé til nóg af hæfum íslenskum þjálfurum og er ég sammála þeirri umræðu sem hefur verið um að þeir Dagur (Sigurðsson), Geir (Sveinsson), Aron (Kristjánsson) og Júlíus (Jónasson), gætu allir tekið við starfinu." „Þetta eru allt góðir menn sem ég þekki vel og vil ég alls ekki gera upp á milli þeirra. Þeir hafa allir einnig náð ágætisárangri í sínum þjálfarastörfum." Patrekur segir þó að HSÍ eigi ekki endilega að ráða íslenskan þjálfara. „Það má vel skoða þann möguleika að ráða erlendan þjálfara. En það er ekki nóg að ráða bara erlendan þjálfara til þess eins að ráða erlendan þjálfara. Það verður að vera eitthvað vit í ráðningunni." „Nú þarf að fara í gang ákveðið uppbyggingarstarf hjá HSÍ enda ákveðin endurnýjun í landsliðinu framundan. Sigfús og Ólafur eru til að mynda að ljúka sínum landsliðsferlum og báðir eru þeir lykilmenn í liðinu." „En þetta er mjög erfið spurning og segi ég að það eigi að skoða alla möguleika." Spurður hvort ekki hefði verið auðveldast að Alfreð hefði klárað þetta ár með landsliðinu segir Patrekur vissulega svo vera. „Ég held að allir séu sammála um það. En hann bara gat það ekki og því nær það ekki lengra. En ég er samt ekkert hræddur við þetta ástand. Þegar liðið hans Bogdan hætti héldu menn að engin væri til að taka við og svo líka þegar margir úr EM-liðinu 2002 hættu. En það koma alltaf nýjir menn." „Það þarf samt að vera með skýrar línur í þessum efnum. Það er gott að B-liðið var myndað nú í mánuðinum en það hefði þurft að gera það með meiri fyrirvara. Danir hafa til að mynda gert þetta í nokkur ár enda sést það greinilega á þeim að það skiptir varla máli hvaða leikmaður kemur inn hjá þeim, maður sér engan mun á getu liðsins." „Það er mikilvægt fyrir hvern þann sem tekur við að það verði búin til áætlun fyrir næstu ár, bæði fyrir aðallandsliðið og yngri landsliðin. Það þarf að hugsa lengra en bara til næstu keppni. Ég er viss um að allir þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar myndu taka vel til í þeim málum." „HSÍ þarf líka að gera sér grein fyrri gangi mála og skipuleggja lengra fram í tímann, ekki bara til næsta móts."
Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira