Handbolti

Hasanefendic ráðinn til Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bosníumaðurinn Sead Hasanefendic.
Bosníumaðurinn Sead Hasanefendic. Nordic Photos / Bongarts

Bosníumaðurinn Sead Hasanefendic hefur verið ráðinn sem þjálfari þýska úrvalsdeildarilðsins Gummersbach í stað Alfreðs Gíslasonar sem hefur verið ráðinn til Kiel.

Þetta staðfesti Gummersbach á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að í síðustu viku komið með formlega fyrirspurn frá Kiel vegna Alfreðs og óskað eftir því hversu mikið félagið vildi fá fyrir hann. Mikil vinna sé að baki bæði vegna þessa máls og ráðningu eftirmanns Alfreðs sem hafi nú verið til lykta leidd.

Gummersbach þakkar Alfreð fyrir unnin störf og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Hasanefendic var áður þjálfari Gummersbach frá árunum 2002 til 2004 og var síðast landsliðsþjálfari Túnis og kom þeim í undanúrslit á HM 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×