Karabatic ánægður með Alfreð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2008 10:10 Nikola Karabatic, leikmaður Kiel. Nordic Photos / AFP Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins. Karabatic er samningsbundinn Kiel til ársins 2012 og ætlar að efna samninginn, sama hver verður ráðinn þjálfari. „Ég er í Kiel og verð áfram í Kiel. Mér líkar afar vel við leikmennina og þar eru mínir vinir. Það gerði útslagið á endanum," sagði Karabatic sem er 24 ára gamall. Hann segist þó sjá mjög eftir fráfarandi þjálfaranum, Noka Serdarusic. „Það er mikil synd að hann þurfi að kveðja á þessum nótum eftir að hafa unnið til svo mikils með félaginu. Það átti hann ekki skilið," sagði Karabatic. „Ég hef oft sagt að hann sé einn sá besti þjálfari heims, ef ekki sá besti. Hann hefur líka gengið mér í föðurstað og ávallt stutt mig en jafnframt verið harður við mig. Þannig á það líka að vera." Hann myndi þó taka nýjum þjálfara opnum örmum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Alfreð. Hann hefur unnið til mikils, bæði með Magdeburg og Gummersbach. Það væri góð lausn fyrir félagið að fá hann." Þýskir fjölmiðlar segja að Kiel þurfi að reiða meira en eina milljón evra af hendi fyrir að leysa annars vegar Alfreð, sem er samningsbundinn Gummersbach til 2010, undan samningi og hins vegar Serdarusic. Sá síðarnefndi var samningsbundinn Kiel í eitt ár til viðbótar. Tengdar fréttir Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09 Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24 Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins. Karabatic er samningsbundinn Kiel til ársins 2012 og ætlar að efna samninginn, sama hver verður ráðinn þjálfari. „Ég er í Kiel og verð áfram í Kiel. Mér líkar afar vel við leikmennina og þar eru mínir vinir. Það gerði útslagið á endanum," sagði Karabatic sem er 24 ára gamall. Hann segist þó sjá mjög eftir fráfarandi þjálfaranum, Noka Serdarusic. „Það er mikil synd að hann þurfi að kveðja á þessum nótum eftir að hafa unnið til svo mikils með félaginu. Það átti hann ekki skilið," sagði Karabatic. „Ég hef oft sagt að hann sé einn sá besti þjálfari heims, ef ekki sá besti. Hann hefur líka gengið mér í föðurstað og ávallt stutt mig en jafnframt verið harður við mig. Þannig á það líka að vera." Hann myndi þó taka nýjum þjálfara opnum örmum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Alfreð. Hann hefur unnið til mikils, bæði með Magdeburg og Gummersbach. Það væri góð lausn fyrir félagið að fá hann." Þýskir fjölmiðlar segja að Kiel þurfi að reiða meira en eina milljón evra af hendi fyrir að leysa annars vegar Alfreð, sem er samningsbundinn Gummersbach til 2010, undan samningi og hins vegar Serdarusic. Sá síðarnefndi var samningsbundinn Kiel í eitt ár til viðbótar.
Tengdar fréttir Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09 Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24 Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09
Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24
Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44