Frá Bíldó til borgríkis Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2008 06:00 Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja fullorðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífsins lítið vægi. Ávallt fannst mér það helst hneigt til fábreytni svo maður varð að láta yfir sig ganga að borða soðna ýsu þrisvar til fjórum sinnum í viku meðan góðgæti eins og hamborgarar voru afar fátíðir. Síðan var jóladagur aðeins einu sinni á ári en mánudagur sem allir bölvuðu var hins vegar í hverri einustu viku. Smátt og smátt fór ég að skilja það sem á bak við naumhyggju fullorðna fólksins bjó og um leið að sætta mig við hana. En svo líða árin og maður stendur frammi fyrir öðru yfirvaldi sem engin leið er að skilja né sætta sig við. Mér er þetta hugleikið nú þar sem ég var að koma frá Bíldudal, um 400 kílómetrum frá biðlistum, umferðaröngþveiti, borgarstjórnarhneisum og stressi. Það gladdi mig að sjá þar börn og unglinga sem er ekki ekið úrvinda milli stofnana heldur fara þau sjálf leiðar sinnar gangandi í góðra vina hópi. Þau fá meira að segja tækifæri til að hitta eldra fólk, spjalla við það eða fylgjast með því vinna. Þar þekkjast allir og taka tal saman þegar þeir mætast, stoppa jafnvel bílana úti á miðri götu meðan þeir spjalla. Þar kemst enginn upp með að vera afskiptaleysið uppmálað eða dropi í mannhafi sem vill gleyma því að hann skiptir máli. Það er vissulega rifist um skipulagsmál í þessu þorpi jafnvel þótt allt slíkt virðist hjóm eitt innan um fegurð fjallanna sem umkringir dalinn. En þrátt fyrir þau lífsgæði sem fólkið nýtur þarna er nokkur hryggð yfir mannskapnum um þessar mundir. Því þótt enginn hafi verulegan áhuga á því að flytja suður þá mun samt sem áður koma að því fyrr eða síðar. Spurningin um það hver verði næstur til að þynnast út í margmenninu fyrir sunnan hangir eins og mara yfir þorpinu. Sumir giska á að Jón á Hóli verði næstur en aðrir segja sparisjóðsútibúið. Mér er svo sem engin vorkunn að hafa alist upp við fábreytilegt mataræði og helgihald; en guð hjálpi komandi kynslóðum í borgríkinu sem er í uppsiglingu. Þar verður alvöru fábreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun
Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja fullorðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífsins lítið vægi. Ávallt fannst mér það helst hneigt til fábreytni svo maður varð að láta yfir sig ganga að borða soðna ýsu þrisvar til fjórum sinnum í viku meðan góðgæti eins og hamborgarar voru afar fátíðir. Síðan var jóladagur aðeins einu sinni á ári en mánudagur sem allir bölvuðu var hins vegar í hverri einustu viku. Smátt og smátt fór ég að skilja það sem á bak við naumhyggju fullorðna fólksins bjó og um leið að sætta mig við hana. En svo líða árin og maður stendur frammi fyrir öðru yfirvaldi sem engin leið er að skilja né sætta sig við. Mér er þetta hugleikið nú þar sem ég var að koma frá Bíldudal, um 400 kílómetrum frá biðlistum, umferðaröngþveiti, borgarstjórnarhneisum og stressi. Það gladdi mig að sjá þar börn og unglinga sem er ekki ekið úrvinda milli stofnana heldur fara þau sjálf leiðar sinnar gangandi í góðra vina hópi. Þau fá meira að segja tækifæri til að hitta eldra fólk, spjalla við það eða fylgjast með því vinna. Þar þekkjast allir og taka tal saman þegar þeir mætast, stoppa jafnvel bílana úti á miðri götu meðan þeir spjalla. Þar kemst enginn upp með að vera afskiptaleysið uppmálað eða dropi í mannhafi sem vill gleyma því að hann skiptir máli. Það er vissulega rifist um skipulagsmál í þessu þorpi jafnvel þótt allt slíkt virðist hjóm eitt innan um fegurð fjallanna sem umkringir dalinn. En þrátt fyrir þau lífsgæði sem fólkið nýtur þarna er nokkur hryggð yfir mannskapnum um þessar mundir. Því þótt enginn hafi verulegan áhuga á því að flytja suður þá mun samt sem áður koma að því fyrr eða síðar. Spurningin um það hver verði næstur til að þynnast út í margmenninu fyrir sunnan hangir eins og mara yfir þorpinu. Sumir giska á að Jón á Hóli verði næstur en aðrir segja sparisjóðsútibúið. Mér er svo sem engin vorkunn að hafa alist upp við fábreytilegt mataræði og helgihald; en guð hjálpi komandi kynslóðum í borgríkinu sem er í uppsiglingu. Þar verður alvöru fábreytni.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun