Handbolti

Alexander með sjö mörk í sigri Flensburg

Alexander Petersson skoraði 7 mörk fyrir Flensburg í kvöld
Alexander Petersson skoraði 7 mörk fyrir Flensburg í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Flensburg þegar það vann öruggan 36-27 sigur á Nordhorn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lars Christianssen skoraði 9 mörk fyrir Flensburg og var markahæstur, en 5 marka hans komu af vítalínunni. Flensburg skaust á topp deildarinnar með sigrinum og hefur hlotið einu stigi meira en meistarar Kiel, sem reyndar eiga leik til góða.

Wetzlar steinlá heima fyrir Rhein-Neckar Löwen 34-24 og Hamburg vann öruggan sigur á Balingen 36-25.

Næsta umferð í Þýskalandi fer fram á laugardaginn þar sem m.a. verður á dagskránni Íslendingaslagur Lemgo og Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×