Handbolti

Öruggur sigur Gummersbach

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Valur skoraði átta í kvöld.
Guðjón Valur skoraði átta í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk og Róbert Gunnarsson sex þegar Íslendingaliðið Gummersbach vann öruggan sigur á Melsungen 42-33 í þýsku deildinni í kvöld.

Sverre Jakobsson komst ekki á blað hjá Gummersbach í kvöld en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason eins og allir vita. Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar.

Þá vann Hamburg sigur á Magdeburg 32-25 í kvöld. Hamburg er í þriðja sæti, Flensburg í öðru en Kiel situr á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×