Handbolti

Ciudad Real slapp við Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real gegn Flensburg í Meistaradeild Evrópu.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real gegn Flensburg í Meistaradeild Evrópu. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, mætir Hamburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta en dregið var í morgun.

Tvö þýsk lið og tvö spænsk lið voru í pottinum. Þýskalands- og Evrópumeistarar Kiel mætir Barcelona í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Ciudad Real og Kiel eru líklega bestu félagslið Evrópu í dag en þau eru bæði á toppi sinna deilda og stefna þar með að því að verja sína meistaratitla.

Kiel vann reyndar allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili en Ciudad Real varð síðast Evrópumeistari árið 2006.

Þá var einnig dregið í undanúrslit í öðrum Evrópukeppnum. FCK, lið Arnórs Atlasonar, mætir RK Cimos Koper frá Slóveníu í undanúrslitum EHF-bikarkeppninnar.

Leikir í undanúrslitum Evrópukeppnanna:

Meistaradeild Evrópu:

BM Ciudad Real (Spánn) - HSV Hamburg (Þýskaland)

THW Kiel (Þýskaland) - FC Barcelona (Spánn)

EHF-bikarkeppnin:

RK Cimos Koper (Slóvenía) - FC Kaupmannahöfn (Danmörk)

CAI Aragón (Spánn) - HSG Nordhorn (Þýskaland)

Evrópukeppni bikarhafa:

Rhein-Neckar Löwen (Þýskaland) - BM Valladolid (Spánn)

Kadetten Schaffhausen (Sviss) - MKB Veszprem (Ungverjaland)

Áskorendakeppni Evrópu:

HC Hard (Austurríki) - Pfadi Winterthur (Sviss)

Benfica Lissabon (Portgúal) - UCM Resita (Rúmenía)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×