Handbolti

Boesen á leið til Flensburg

Lasse Boesen
Lasse Boesen AFP

Danski landsliðsmaðurinn Lasse Boesen hefur samþykkt að ganga í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg á næstu leiktíð. Boesen hefur leikið með Lemgo í vetur eftir að hafa verið á mála hjá Kolding í Danmörku. Boesen lék áður með Portland San Antonio á Spáni.

"Það var erfitt að velja milli Lemgo og Flensburg, en það réði miklu að í Flensburg get ég verið nær fjölskyldunni minni í Kolding," sagði Boesen í samtali við TV2 í Danmörku. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Flensburg þar sem hann mun leika með þeim Alexander Petersson og Einari Hólmgeirssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×