Pólitísk endurvinnsla 12. febrúar 2008 10:40 Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER.