Fastir pennar

Pólitísk endurvinnsla

Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust?

Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma.

Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan.

Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum.

Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd.

En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju?

Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita.

Það ku heita pólitískur glæpur ...

-SER.






×