Kjallari og bakdyr 11. febrúar 2008 15:39 Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER.