Sigurjón Þ. Árnason í Mannamáli 8. febrúar 2008 17:06 Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER.