Handbolti

Danir með bestu sóknina og næstbestu vörnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danir hafa verið á mikilli uppleið eftir að þeir töpuðu fyrir Noregi í fyrsta leik á EM í handbolta.
Danir hafa verið á mikilli uppleið eftir að þeir töpuðu fyrir Noregi í fyrsta leik á EM í handbolta. Nordic Photos / Bongarts

Danska handboltalandsliðið hefur farið á kostum í milliriðlakeppninni á EM í Svíþjóð og er bæði með bestu vörnina á mótinu sem og bestu sóknina.

Danir hafa bæði skorað flest mörk að meðaltali í keppninni og fengið á sig næstfæst. Aðeins Norðmenn hafa fengið á sig færri mörk að meðaltali í leik.

Íslenska landsliðið var með lélegustu sóknina eftir riðlakeppnina en bætti stöðu sína aðeins í milliriðlakeppninni og er nú með fjórðu lélegustu sóknina.

Ísland var hins vegar með eina bestu vörnina eftir riðlakeppnina en er nú dottið niður í áttunda sæti hvað mörk fengin á sig að meðaltali varðar.

Bestu og verstu sóknarliðin:

1. Danmörk 30,5 mörk skoruð að meðaltali í leik (183 samtals)

2. Pólland 30,3 (182)

3. Spánn 30 (180)

4.-6. Tékkland 29,3 (88)

4.-6. Svíþjóð 29,3 (176)

4.-6. Ungverjaland 29,3 (176)

12. Noregur 26,8 (161)

13. Ísland 26,2 (157)

14. Slóvakía 26 (78)

15. Svartfjallaland 24,8 (149)

16. Rússland 24,7 (74)

Bestu og verstu varnarliðin:

1. Noregur 24,5 mörk fengin á sig að meðaltali í leik (147 samtals)

2. Danmörk 24,7 (148)

3. Svíþjóð 25,3 (152)

4. Króatía 26 (156)

5. Frakkland 26,2 (157)

8.-9. Ísland 28,7 (172)

8.-9. Pólland 28,7 (172)

12. Slóvenía 29,8 (179)

13. Svartfjallaland 31,3 (188)

14. Tékkland 32,3 (97)

15.-16. Hvíta-Rússland 33,7 (101)

15.-16. Slóvakía 33,7 (101)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×