Handbolti

Sverre grófasti leikmaður EM í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverre var harður í horn að taka á EM í Noregi.
Sverre var harður í horn að taka á EM í Noregi. Nordic Photos / AFP

Sverre Andreas Jakobsson hlýtur þann vafasama heiður að teljast grófasti leikmaður EM í Noregi, enn sem komið er.

Hann hefur hlotið 21 refsistig í þeim þremur leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hann fékk í þeim fimm tveggja mínútna brottvísanir, eitt gult spjald og tvö rauð. Sverre hefur því hlotið sjö refsistig að meðaltali í leik.

Aðeins tveir leikmenn hafa fengið fleiri refsistig í keppninni en þeir hafa báðir spilað sex leiki. Artur Siodimak frá Póllandi er með 29 refsistig eða 4,8 að meðaltali í leik. Næstur kemur Oliver Roggisch með 26 refsistig eða 4,3 að meðaltali.

Tékkinn Martin Setlik er með næstflest refsistig að meðaltali í leik eða sextán í þremur leikjum (5,3 að meðaltali í leik).

Sverre er því með langflest refsistig að meðaltali í keppninni en ef það er þó enn möguleiki að einhver leikmaður færist fyrir ofan hann um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×