Handbolti

Þjóðverjar í undanúrslitin

AFP

Það verða Þjóðverjar sem fara í undanúrslitin á EM upp úr milliriðli 2 ásamt Frökkum. Það varð ljóst í kvöld eftir 31-29 sigur Þjóðverja á Svíum. Leikurinn var í járnum allan tímann en taugar heimsmeistaranna héldu í lokin.

Pascal Hens og Holger Glandorf skoruðu 7 mörk hvor fyrir Þjóðverja í kvöld og Markus Bauhr og Florian Kehrmann 5 hvor. Johannes Bitter varði vel í marki Þjóðverja á lokasprettinum og varði m.a. víti frá Svíunum á ögurstundu.

Kim Anderson var markahæstur í liði Svía í kvöld með 9 mörk og Martin Boquist skoraði 8, en sænsku markverðirnir vörðu aðeins 9 skot allan leikinn og það gerði gæfumuninn í þessum hnífjafna leik.

Þjóðverjar mæta Dönum í undanúrslitum mótsins, en Svíar leika um fimmta sætið. 

Lokastaðan í milliriðli 2:

1. Frakkland 8 stig

2. Þýskaland 6-

3. Svíþjóð 5-

4. Ungverjaland 5-

5. Spánn 4-

6. Ísland 2-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×