Handbolti

Danir í undanúrslitin

AFP

Danir tryggðu sér í kvöld öruggt sæti í undanúrslitum EM í handbolta með sannfærandi sigri á Slóvenum 28-23 í Stafangri. Lars Christiansen skoraði 8 mörk fyrir Dani og Lasse Boesen 6. Kasper Hvidt varði 15 skot í markinu.

Jure Natek skoraði 5 mörk fyrir Slóvena í leiknum. Danir eru á toppi milliriðils 1 með 8 stig og Króatar eru í öðru sæti með 6 stig. Þeim nægir því jafntefli gegn heimamönnum Norðmönnum í kvöld til að tryggja sig í undanúrslitin, en Norðmenn hafa 5 stig í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×