Handbolti

Danskt dómarapar dæmir leik Íslendinga

Per Olesen ræðir hér við Florian Kehrmann, leikmann þýska landsliðsins.
Per Olesen ræðir hér við Florian Kehrmann, leikmann þýska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Þeir Per Olesen og Lars Ejby Pedersen dæma leik Íslendinga og Spánverja í dag. Aron Kristjánsson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta, þekkir vel til þeirra.

Aron þjálfaði danska úrvalsdeildarliðið Skjern í nokkur ár og hefur því mikla reynslu af dómaraparinu.

„Þetta er par númer eitt í Danmörku í dag. En þeir eru ólíkir. Per Olesen (dökkhærður) er virkilega góður dómari. Hann er besti dómari Danmerkur og þótt víðar væri leitað. Hinn, Pedersen (ljóshærður) á það til að hlaupa á sig og gefa tveggja mínútna brottvísun fyrir of litlar sakir."

Aron segir að tveir bestu leikirnir sem þetta par hefur dæmt er þegar að Pedersen hefur meiðst í fyrri hálfleik og Olesen hefur þurft að klára leikinn sjálfur.

„Þá var dómgæslan óaðfinnanleg. En þeir eru ágætis dómarar engu að síður og gæta vissulega fyllsta hlutleysis. En þeir eiga það til að vera með of stranga línu í sinni dómgæslu og það getur bitnað meira á öðru liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×