Handbolti

Garcia fer í dag frá Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky Garcia, leikmaður íslenska landsliðsins.
Jaliesky Garcia, leikmaður íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm

Jaliesky Garcia hefur lokið þátttöku á EM í Noregi og heldur í dag frá Noregi til læknisrannsókna.

Þetta kemur fram á fréttavefnum mbl.is í dag. Garcia hefur átt við veikinda að stríða undanfarna daga en hann var einnig veikur vikuna fyrir mót.

Forráðamenn landsliðsins ákváðu að kalla ekki nýjan leikmenn í hópinn þegar þess var kostur áður en milliriðlakeppnin hófst.

Garcia mun nú fara í blóðrannsókn vegna veikindanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×