Handbolti

Ísland í bláu búningunum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bláu búningarnir hafa reynst vel á EM í Noregi.
Bláu búningarnir hafa reynst vel á EM í Noregi. Nordic Photos / AFP

Íslenska landsliðið keppir í bláu landsliðsbúningum sínum í dag sem veit á gott miðað við gengi liðsins hingað til í keppninni.

Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðunni Í blíðu og stríðu.

Ísland hefur nefnilega tapað öllum þremur leikjunum þar sem liðið hefur spilað í rauðu búningunum en unnið báða sína leiki í bláu búningnunum.

Hér má svo lesa viðtal við Sigfús Sigurðsson sem var tekið eftir leik Íslands og Ungverjalands í gær.

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.20 í dag og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×